GREENLAND WAX 90 gr.
1.700 kr
1.700 kr
Greenland vaxið er gert úr hágæða paraffin og bývaxi sem er notað til þess að verja fatnað úr G-1000 efninu sem Fjällräven notar mikið. Með þessari einföldu og umhverfisvænni aðferð má ná fram hæfilegri vatns- og vindvörn í stað þess að nota flókin kemísk efni til þess að ná sama tilgangi.
Einn kubbur af 90 gramma vaxi nægir fyrir um tíu flíkur.
Allar flíkur Fjällräven sem eru úr G-1000 efninu eru merktar, G-1000.
Notkun: Nuddið beint á G-1000 efnið og notið hitagjafa til þess að bræða vaxið inn í efnið, endurtakið þar til hæfilegt magn hefur dregist inn í efnið. Hitagjafinn getur verið straujárn á ullarstillingu eða hárblásari.