Angantíra - Testofuilman
6.900 kr
6.900 kr
Testofuilman
Höfug angan af svörtu tei í rökkrinu kringum logann. Sólblóm og munablóm anda djúpt í draumi. Það klingir í skeiðinni þegar rjóminn rennur saman við hringiðuna í bollanum. Sandelviðarkeimur í dimmum moskuilmi.
Angantíru kertin eru einstaklega náttúruleg og hrein kerti án aukaafurða olíuiðnaðarins. Kertin eru gerð úr sojavaxi og bómullarþræði og eru framleidd í Grasse í Frakklandi, höfuðstað ilmsins í Evrópu. Kertin voru áður seld í verslunum Geysis sem hefur nú verið lokað.
Kertin eru 200 ml og brennslutími er um 35 tímar. Við mælum með því að klippa kveikinn í hvert skipti til þess að kertið brenni jafnar niður.