Angantíra - Bókastofuilman

Bókastofuilman

Andblær sögunnar býr í sedrusviðarþiljum betri stofunnar þar sem hillurnar svigna undan fallega bundnum bókum og eimir af birki og ilmrót í loftinu. Þú blaðar gegnum gamla bók. í geislum kvöldsólarinnar og fyrir vit þín leggur milda angan af myrru, sólrós og varablómaolíu frá tærum loganum.

Angantíru kertin eru einstaklega náttúruleg og hrein kerti án aukaafurða olíuiðnaðarins. Kertin eru gerð úr sojavaxi og bómullarþði og eru framleidd í Grasse í Frakklandi, höfuðstað ilmsins í Evrópu. Kertin voru áður seld í verslunum Geysis sem hefur nú verið lokað.

Kertin eru 200 ml og brennslutími er um 35 tímar. Við mælum með því að klippa kveikinn í hvert skipti til þess að kertið brenni jafnar niður.

Ef þú kaupir tvö kerti er þriðja kertið frítt. Afslátturinn birtist í körfunni sjálfkrafa.

Stærð 200 ml
Litur Bókastofuilman